Gunnar Sigurðsson lauk störfum við Landspítala í lok síðastliðins árs eftir langan og farsælan starfsferil sem læknir, kennari og vísindamaður. Framlag hans til alþjóðlega og íslenska vísindasamfélagsins er verulegt og ótvírætt. Í tilefni af þessum tímamótum er boðið til málþings sem snýr einkum að framlagi Gunnars til rannsókna á blóðfitum og kransæðasjúkdómum.
Fundarstjóri: Leifur Franzson.
Dagskrá:
„Lífshlaup og vísindastörf prófessors Gunnars Sigurðsonar með sérstaka áherslu á rannsóknir á blóðfitum“
Prófessor Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar
"Molecular Genetics of Familial Hypercholesterolaemia : a monogenic and a polygenic disease"
Prófessor Steve Humphries, Cardiovascular Genetics, BHF Labs, Institute Cardiovascular Science UCL.