Allt bendir til þess að rekstur Landspítala á árinu 2012 verði innan heimilda fjárlaga sem yrði þá þriðja árið í röð sem slíkt tækist.
Björn Zoëga greinir frá þessu í föstudagspistli forstjóra: „Öllum er ljóst að það þurfti mikið átak árið 2010 og 2011 að halda spítalanum innan marka fjárlaga. En ég held að allir geti verið sammála því að árið 2012 var sýnu erfiðast. ...Þessi árangur starfsfólks spítalans er afrek og eftirtektarverður því það er ekki sjálfgefið að halda háskólaspítala með vaxandi starfsemi innan fjárlaga í eðlilegu árferði, hvað þá á niðurskurðartímum sem eru í raun og veru fordæmislausir, að minnsta kosti hvað spítalann varðar og prósentulegan niðurskurð.“