Bráðadagurinn 2013 verður 1. mars að Hótel Natúra í Reykjavík og rennur skilafrestur ágripa vegna hans út 15. janúar. Yfirskrift dagsins er "forvarnir" og er óskað eftir erindum sem tengjast henni.
Dæmi: Slys, sjúkdómar, öryggi, þjálfun, gátlistar, handþvottur…
Dæmi: Slys, sjúkdómar, öryggi, þjálfun, gátlistar, handþvottur…
Sérstaklega er óskað eftir erindum um rannsóknarniðurstöður og verða slík ágrip ritrýnd og birt í fylgiriti með Læknablaðinu.
Ágrip skulu vera að hámarki 350 orð og innihalda bakgrunn, markmið, aðferð, niðurstöður og ályktanir.
Ágrip skulu send með tölvupósti á bradadagurinn@gmail.com
Nánari upplýsingar: Anna I. Gunnarsdóttir lyfjafræðingur, Brynjólfur Mogensen yfirlæknir, Helga Rósa Másdóttir hjúkrunarfræðingur, Viðar Magnússon yfirlæknir, Þorsteinn Jónsson hjúkrunarfræðingur, Þórdís K. Þorsteinsdóttir verkefnastjóri, thordith@landspitali.is; sími: 543 3218