Nýtt skipurit Landspítala tók gildi 1. janúar 2013. Helstu breytingar frá fyrra skipuriti snúa að stoðsviðum og felast í því að svið framkvæmdastjóra lækninga, framkvæmdastjóra hjúkrunar og vísinda, mennta og nýsköpunar sameinast í eitt svið, vísinda- og þróunarsvið. Það verður undir sameiginlegri stjórn framkvæmdastjóra lækninga og framkvæmdastjóra hjúkrunar. Meginmarkmið með myndun hins nýja sviðs er að efla vísindi og öryggismenningu á Landspítala í þágu sjúklinga. Spítalinn auglýsti um miðjan desember lausar til umsóknar fjórar stjórnendastöður á vísinda- og þróunarsviði. Um er að ræða stöður yfirlækna eða deildarstjóra á fjórum deildum sviðsins sem eru flæðisdeild, gæða- og sýkingavarnardeild, vísindadeild og menntadeild. Nánar hér
Í skipulagsbreytingunum nú felst einnig að mannauðssvið er lagt niður en verkefni þess færð undir skrifstofu forstjóra. Þar verða þau á mannauðsdeild og lögfræðideild.
Á Landspítala hafa verið 12 framkvæmdastjórar; 6 á klínískum sviðum, 4 á stoðsviðum og framkvæmdastjórar lækninga og hjúkrunar. Við breytingarnar nú fækkar framkvæmdastjórum stoðsviðanna um tvo. Í framkvæmdastjórn verða því 10 framkvæmdastjórar, forstjóri og aðstoðarforstjóri. Starfsmönnum fjölgar ekki við skipulagsbreytingarnar en þess er vænst að með tímanum verði hægt að samnýta krafta þeirra sem mest og best.
Leit
Loka