Forystumenn í MG félaginu og MND félaginu komu færandi hendi á aðventustund taugalækningadeildar B2 á Landspítala Fossvogi 19. desember 2012. Guðjón Sigurðsson (Gaui), formaður MND félagsins, og Pétur Ágústsson, formaður MG félagsins, afhentu þar formlega verkjadýnu sem er nú þegar komin í notkun og nýtist vel. Valur geislaskáld las auk þess ljóð úr bók sinni "Göngublá tilvera" og gaf deildinni nokkur eintök.
Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson sjúkrahúsprestur stjórnaði aðventustundinni á taugalækningadeildinni. Hrönn Hafliðadóttir söng einsöng og stýrði fjöldasöng. Pínóleikari var Hafliði Jónsson. Ung stúlka, Judith Ingibjörg Jóhannsdóttir, las ljóð.