Dagskrá ráðstefnunnar og ágrip rannsókna sem þar verða kynntar er hægt að nálgast á vef Læknablaðsins, Fylgirit 73.
Í tengslum við ráðstefnuna verður efnt til opins fundar fyrir almenning 3. janúar kl . 16:00 í sal HT 104 á Háskólatorgi Háskóla Íslands. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis.
Efni fundarins er tvíþætt. Annars vegar mun Guðmundur Þorgeirsson, prófessor í hjartalækningum við HÍ, fjalla um forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum og hins vegar mun Halldór Jónsson, prófessor í bæklunarskurðlæknisfræðum við HÍ, fjalla um skurðaðgerðir við slitgigt á Íslandi