Þrjú svið á Landspítala sameinast í einu 1. janúar 2013, vísinda- og þróunarsviði. Þetta eru framkvæmdastjóri hjúkrunar, framkvæmdastjóri lækninga og vísinda-, mennta- og nýsköpunarsvið. Sviðið verður undir sameiginlegri stjórn framkvæmdastjóra hjúkrunar og framkvæmdastjóra lækninga.
Spítalinn auglýsir lausar til umsóknar fjórar stjórnendastöður á þessu nýja sviði 15. desember. Um er að ræða stöður yfirlækna eða deildarstjóra á fjórum deildum sviðsins sem eru flæðisdeild, gæða- og sýkingavarnardeild, vísindadeild og menntadeild. Þetta eru full störf sem veitast frá 1. febrúar 2013 til 5 ára.
Meginmarkmið með myndun hins nýja sviðs er að efla vísindi og öryggismenningu á Landspítala í þágu sjúklinga.