Samþykkt Reykjavíkurborgar á deiliskipulagi við Hringbraut er mikið fagnaðarefni, segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítala, í föstudagspistli sínum. "Það er því ekkert að vanbúnaði fyrir stjórnvöld að taka næstu skref. Fyrir liggur að þetta eigi að verða opinber framkvæmd og næst er þá að útfæra fjármögnunina, bjóða verkin út og hefja framkvæmdir."
Í pistlinum kemur meðal annars einnig fram að rúmanýting á spítalanum er um 95 prósent og komin yfir það sem eðlilegt getur talist.