Átta styrkir úr Vísindasjóði Landspítala til ungra vísindamanna á spítalanum sem stunda klínískar rannsóknir verða afhentir miðvikudaginn 19. desember 2012. Markmið styrkjanna er að efla klínískar rannsóknir á Landspítala og styðja rannsóknavirkni ungra starfsmanna.
Athöfnin fer fram í Hringsal kl. 12:00 til 13:00. Allir velkomnir!
Dagskrá
Opnun
Kristján Erlendsson, framkvæmdastjóri vísinda-, mennta- og nýsköpunarsviðs
Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra
Ávarp Katrínar Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra
Um styrki til ungra vísindamanna
Herdís Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og prófessor, fyrir hönd vísindaráðs
Afhending styrkja
Björn Zoëga, forstjóri Landspítala
Styrkhafarnir átta kynna rannsóknir sínar
Léttar veitingar eftir athöfnina