Umsóknarfrestur rennur út 31. janúar 2013 vegna tveggja þriggja ára styrkja til doktorsnáms við Háskóla Íslands tengda Rannsóknarstofu Landspítala og Háskóla Íslands í öldrunarfræðum (RHLÖ). Styrkirnir einskorðast við doktorsnema við Háskóla Íslands og úrvinnslu gagna öldrunarrannsóknar Hjartaverndar (AGES-RS I og II) og gögn sem tengja mætti þeirri rannsókn. Doktorsneminn fær starfsaðstöðu við Rannsóknarstofu Landspítala og Háskóla Íslands í öldrunarfræðum (RHLÖ) að Ægisgötu 26 og skal vinna rannsóknina þar. Auk styrksins, sem tekur mið af taxta RANNÍS fyrir doktorsnema á hverjum tíma, veitir rannsóknarstofan sérstakan stuðning við tölfræðilega úrvinnslu.
Frekari upplýsingar veitir Pálmi V. Jónsson, prófessor, formaður stjórnar Sjálfseignarstofnunar St. Jósefsspítala, sími 543 9410, netfang: palmivj@landspitali.is og skal rannsóknaráætlun send til hans.
Nánar í auglýsingu