Alma D. Möller yfirlæknir og Marianne Hólm Bjarnadóttir
deildarstjóri undirrituðu skjal frá sýkingavarnafólkinu
Ólafi Guðlaugssyni sérfræðilækni og Ásdísi Elfarsdóttur deildarstjóra um handhreinsunarverkefnið. |
Þessar deildir eru gjörgæsludeild 12B og blóðlækningadeild 11G við Hringbraut. Fleiri deildir fylgja síðan í kjölfarið. Eitt af lykilverkefnum Landspítala árið 2012 til 2013 er að efla handhreinsun starfsmanna.
Handhreinsunarverkefnið byggir á verkefni Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, Clean care is safer care og felst í meginatriðum í góðu aðgengi að handspritti, fræðslu og reglulegri skráningu á fylgni starfsmanna við handhreinsun. Það krefst þátttöku allra starfsmanna sem koma að meðferð og umönnun sjúklinga og framlags aðstandenda og gesta. Til dæmis er mikilvægt að fólk sem kemur í heimsókn á spítalann spritti hendur sínar þegar farið er inn á deildir.
Algengasta smitleið örvera á sjúkrahúsum er með höndum starfsmanna. Þetta er sú smitleið sem auðveldast er að rjúfa með því að hreinsa hendur. Flestir heilbrigðisstarfsmenn telja sig í góðum málum varðandi handhreinsun en þegar betur er að gáð er farið að handhreinsunarleiðbeiningum einungis í um 40% tilfella.
Ólafur Guðlaugsson kynnir handhreinsunarverkefnið á
blóðlækningadeild 11G. |