Þrír stórir hvatningarstyrkir úr Vísindasjóði LSH til vísindamanna á Landspítala verða afhentir mánudaginn 3. desember 2012. Hver styrkur nemur fimm milljónum króna. Styrkirnir fara til sterkra rannsóknarhópa á Landspítala sem þegar hafa öðlast alþjóðlega viðurkenningu..
Einnig verður skrifað undir nýjan samstarfssamning Landspítala og Háskóla Íslands.
Athöfnin fer fram í Hringsal kl. 13:00-14:00.
Allir velkomnir
Dagskrá
OpnunKristján Erlendsson, framkvæmdastjóri vísinda-, mennta- og nýsköpunarsviðs
Ávörp ráðherra
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra
Undirskrift samstarfssamnings Háskóla Íslands og Landspítala
Kristín Ingólfsdóttir rektor og Björn Zoëga forstjóri
Um Hvatningarstyrki Vísindasjóðs Landspítala
Gísli H. Sigurðsson, formaður vísindaráðs LSH
Afhending Hvatningarstyrkja til öflugra rannsóknarhópa
Björn Zoëga, forstjóri Landspítala
Styrkhafarnir kynna rannsóknir sínar