"Stofnfruman og leyndardómar hennar" nefnist fræðslu- og heimildamynd þar útskýrt er í máli og myndum hvað stofnfrumur eru og hvernig þær koma að gagni við lækningar og meðhöndlun sjúklinga. Aðalpersóna myndarinnar er Unnur Tómasdóttir frá Vestmannaeyjum sem gekkst undir stofnfrumumeðferð vegna eitlakrabbameins árið 2011, auk Kjartans Gunnarssonar sem gekkst undir sams konar meðferð ári áður og Andimariam Beyene sem fékk ígræddan barka með aðstoð stofnfruma árið 2011 en sú aðgerð vakti heimsathygli.
Elín Hirst, fyrrverandi fréttastjóri Sjónvarpsins, og Ásvaldur Kristjánsson, rafeindavirki og myndatökumaður á Landspítala, gerðu myndina en frumkvæði að henni átti Kjartan Gunnarsson lögfræðingur. Myndin var famlag hans til blóðlækningadeildar LSH og Krabbameinsfélagsins og þakklætisvottur en hann gekkst undir stofnfrumumeðferð vegna mergfrumuæxlis árið 2010. Íslandsbanki styrkti einnig gerð myndarinnar.
Myndin um stofnfrumuna og leyndardóma hennar var forsýnd í Hringsal á Landspítarla 23. nóvember 2012 og afhent blóðlækningadeild til eignar. Hún verður frumsýnd í Sjónvarpinu miðvikudaginn 28. nóvember kl. 20:00.
Myndir:
Að ofan: Kjartan Gunnarsson ásamt Ásvaldi Kristjánssyni og Elínu Hirst.
Fyrir neðan: Sérfræðilæknarnir Sigrún Reykdal og Sigurður Guðmundsson taka við fyrstu eintökum myndarinnar fyrir hönd blóðlækningadeildar LSH og Krabbameinsfélagsins