Rafn Benediktsson hefur verið ráðinn yfirlæknir innkirtla- og efnaskiptasjúkdóma á Landspítala frá 23. nóvember 2012.
Rafn útskrifaðist frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1987. Hann stundaði framhaldsnám í lyflækningum, innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum við Western General Hospital í Edinborg í Skotlandi og lauk doktorsprófi frá Háskólanum í Edinborg 1995. Rafn stundar nám í opinberri stjórnsýslu við HÍ. Hann var lektor við Háskólann í Edinborg 1997 - 1998 og dósent við læknadeild HÍ frá 1999-2009. Hann hefur verið prófessor í lyflæknisfræði við læknadeild frá 2009 og forsvarsmaður fræðigreinarinnar innkirtla- og efnaskiptalækningar frá hausti 2012. Rafn hefur starfað sem sérfræðilæknir á Landspítala frá 1998.