„Næsta ár verður viðspyrna“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítala, í föstudagspistli. í fyrsta skipti síðan 2007 verði ekki krafist niðurskurðar á spítalanum. Svigrúm skapist til þess að fjölga rúmum eitthvað og fyrirheit hafi verið gefið um viðbótarframlag í bráðaendurnýjun tækja. Auk þess sé ljóst að nýta verði árangur spítalans í rekstri síðustu ára til að kalla fram leiðréttingu á kjörum starfsmanna spítalans. „Við verðum að vinna saman að því að heilbrigðisþjónusta verði viðurkennd sem þjónusta sem skilar verðmætum og fá þannig viðurkenningu á starfi allra heilbrigðisstétta og annarra sem vinna á Landspítalanum."
Leit
Loka