Jólakort Thorvaldsensfélagsins 2012 nefnist „jóladans“ og er eftir Temmu Bell listmálara. Ágóði rennur í Thorvaldsenssjóðinn sem er til styrktar sykursjúkum börnum.
Thorvaldsensfélagið er líknarfélag, stofnað 1875. Það hefur gefið út jólamerki frá árinu 1913. Ágóðinn af sölu þess hefur runnið óskertur til líknarmála, sem tengjast börnum. Ein örk með 12 merkjum kostar 300 krónur. Hægt er að nálgast merkin á flestum pósthúsum. Þau eru einnig til sölu á Thorvaldsensbazarnum Austurstræti 4 og hjá félagskonum.