Evrópudagur vitundarvakningar um sýklalyf er árlegt evrópskt heilsuátak 18. nóvember. Markmiðið með vitundarvakningunni um sýklalyfjanotkun er að vekja athygli á þeirri hættu sem mönnum stafar af sýklalyfjaónæmum bakteríum og hvetja til ábyrgrar notkunar sýklalyfja.
Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) bendir á að útbreiðsla ónæmra sýkla meðal sjúklinga í Evrópu færist í aukana. Jafnframt lýsir stofnunin yfir því að sýklalyfjaónæmi sé meiri háttar lýðheilsufræðilegt viðfangsefni.
Skynsamleg notkun sýklalyfja (pdf) - grein eftir Má Kristjánsson yfirlækni og Harald Briem sóttvarnalækni
Upphafsmeðferð við sýkingum (pdf) - leiðbeiningar eftir Bryndísi Sigurðardóttur smitsjúkdómalækni
Frekari upplýsingar:
A. Vefur Sóttvarnastofnunar Evrópu
B. Ábyrg notkun sýklalyfja (Íslenskur texti á vef Sóttvarnastofnunar Evrópu)
C. Evrópskur vitundardagur um sýklalyf (Íslenskur texti á vef Sóttvarnastofnunar Evrópu)