Sjúklingar með bókaðan tíma á göngudeildum Landspítala fá framvegis sms textaskilaboð til að minna á tímann. Þó ekki sjúklingar sem eiga reglulega tímabókun til langs tíma s.s. á geislameðferðardeild og skilunardeild. Að sinni verða heldur ekki sendar tilkynningar frá myndgreiningu (röntgenmyndir, sneiðmyndir og segulómun).
Um nokkurra ára skeið hefur skjólstæðingum Landspítala sem fá bókaðan tíma á dag- eða göngudeildir verið boðið að vera minntir á tímann með textaskilaboðum í gsm símann sinn. Sú þjónusta hefur mælst mjög vel fyrir og verður nú almenn regla en með framangreindum undantekningum. Við bókun á göngudeild verður fólki sagt frá sms skilaboðunum og því gefst þá tækifæri til að afþakka þjónustuna ef ekki er áhugi á henni.