Alþjóðlegi þrýstingssáradagurinn er 16. nóvember. Þrýstingssár eru algeng, kostnaðarsöm og valda mikilli þjáningu. Hægt er að hindra tilkomu þeirra með áhættumati og meðferð sem byggð er á gagnreyndri þekkingu. Með réttum vinnubrögðum er einnig hægt að flýta gróanda.
Gefnar hafa verið út á Landspítala klínískar leiðbeiningar um áhættumat og varnir gegn myndun þrýstingssára. Þær má finna á vef spítalans. Hjá Evrópsku ráðgjafarsamtökunum um þrýstingssár (EPUAP) er einnig hægt að sækja klínískar leiðbeiningar og fræðsluefni.
Í tilefni af þrýstingssáradeginum hefur EPUAP gert myndband sem sýnir áhættu og alvarleika þrýstingssára og hvað hægt er að gera fyrir það fé sem sparast ef unnt er að fækka þrýstingssárum. Horfa á myndbandið hér (Youtube).