Bráðainnlögnum á lyflækningasviði hefur fjölgað á síðustu tveimur árum um 20% og hátt í 50 einstaklingar bíða núna vistunar á hjúkrunarheimili eftir að hafa lokið meðferð á Landspítala. Þetta er meðal þess sem skýrir að legurými hefur skort á spítalanum að undanförnu og sumir sjúklingar þurft að liggja á göngum.
Björn Zoëga nefnir þetta í föstudagspistli forstjóra og segir augljóst að á næsta ári þurfi að reyna opna og reka fleiri legurými. Forstjóri kynnir í pistlinum þjónustukönnun sem var gerð á Landspítala á þessu ári.