Setberg hefur starfað frá árinu 1952 og er ein elsta bókaútgáfa landsins. Hún hefur verið rekin af Arnbirni Kristinssyni samfellt í 60 ár. Setberg er í eigu Arnbjörns og eiginkonu hans, Ragnhildar Björnsson. Þau afhentu gjöfina á leikstofu Barnaspítala Hringsins fimmtudaginn 1. nóvember 2012.
Fyrstu 50 árin gaf Setberg út alls konar bækur; matreiðslubækur, barnabækur, ævisögur og þýddar bókmenntir. Á síðustu 10 árum hefur Setberg helgað sig eingöngu útgáfu barnabóka.
Alls hefur Setberg gefið út 850 bókatitla.
Ljósmynd: Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs og hjónin Arnbjörn Kristinsson og Ragnhildur Björnsson.