"Ég veit að starfsfólk spítalans metur hverju sinni af fagmennsku hvort ekki sé öruggt og hættulaust að nota tækin til meðferðar eða greiningar, eins og þau eru í dag. Hins vegar geta alltaf komið upp óvæntar bilanir í svona flóknum tækjabúnaði sem við höfum og það á bæði við um ný tæki en auðvitað miklu frekar um mikið eldri tæki."
Brýn þörf á endurnýjun tækjabúnaðar er til umfjöllunar í fimmtudagspistli Björns Zoëga, forstjóra Landspítala.
"Við á spítalanum höfum margoft komið því á framfæri við stjórnvöld að þarna sé komið ekki að þolmörkum heldur yfir þolmörk og miðað við þá umræðu sem hefur verið á Alþingi og í fjölmiðlum síðustu daga er ég vongóður um að eitthvert tillit verði tekið til þessa og að veittir verði meiri fjármunir í þennan málaflokk a.m.k. á næsta ári."
Fimmtudagspistill forstjóra 25. október 2012