Á aðalfundi hjúkrunarráðs Landspítala þann 17. október 2012 var eftirfarandi ályktun samþykkt:
Hjúkrunarráð á Landspítala bendir á að niðurskurður á spítalanum undanfarin ár hefur haft mikil áhrif á starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga. Aukið álag hefur dregið úr tækifærum hjúkrunarfræðinga til að vinna að mikilvægum verkefnum sem tengjast gæðum, kennslu og öðrum faglegum verkefnum.
Hjúkrunarráð Landspítala mótmælir þessari þróun. Það er nauðsynlegt að gert sé ráð fyrir því í mönnunarmódeli á háskólasjúkrahúsi að hjúkrunarfræðingar hafi svigrúm til að sinna kennslu og faglegri verkefnavinnu.
Hjúkrunarráð á Landspítala bendir á að niðurskurður á spítalanum undanfarin ár hefur haft mikil áhrif á starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga. Aukið álag hefur dregið úr tækifærum hjúkrunarfræðinga til að vinna að mikilvægum verkefnum sem tengjast gæðum, kennslu og öðrum faglegum verkefnum.
Hjúkrunarráð Landspítala mótmælir þessari þróun. Það er nauðsynlegt að gert sé ráð fyrir því í mönnunarmódeli á háskólasjúkrahúsi að hjúkrunarfræðingar hafi svigrúm til að sinna kennslu og faglegri verkefnavinnu.