Þórunn Sævarsdóttir hjúkrunarfræðingur var ráðin deildarstjóri dag- og göngudeildar blóð- og krabbameinslækninga frá 1. júlí 2012. Hún tók við starfinu af Gunnhildi Magnúsdóttur sem hvarf til annarra starfa á Landspítala.
Þórunn lauk námi í hjúkrun frá Hjúkrunarskóla Íslands 1982, sérnámi í krabbameinshjúkrun frá Finseninstitut í Kaupmannahöfn 1985, BSc námi í hjúkrun frá HÍ 1997 og MSc námi frá HÍ 2006. Hún fékk sérfræðiviðurkenningu í krabbameinshjúkrun 2008.Þórunn hefur víðtæka reynslu af krabbameinshjúkrun og hefur komið víða að þjónustu við krabbameinssjúka, bæði sem almennur hjúkrunarfræðingur og sem stjórnandi. Síðastliðin ár hefur hún starfað sem sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með krabbamein með sérstaka áherslu á hjúkrun sjúklinga í stofnfrumuígræðslu.