Námskeið fyrir aðstandendur átröskunarsjúklinga verður haldið á Hvítabandinu á 2. hæð, á miðvikudögum frá kl. 16:30 til 18:00 í fjögur skipti. Námskeiðið hefst 17. október 2012.
Skráning á póstfanginu atroskun@landspitali.is eða í síma 543 4616.
Langvinnur sjúkdómur eins og átröskun hefur áhrif á alla í fjölskyldu viðkomandi og allir í fjölskyldunni hafa áhrif á sjúkdóminn. Aðstandendur eru í lykilaðstöðu til að hjálpa en það er ekki alltaf auðvelt. Námskeiðið byggir á fræðslu og hópavinnu.
Kennarar á námskeiðinu verða Helga Þórðardóttir, félagsráðgjafi og fjölskylduþerapisti, og Birna Matthíasdóttir listmeðferðarfræðingur en þær eru báðar í átröskunarteymi LSH