Hinir glaðlegu brospinnar verða seldir víða helgina 12. til 14. október 2012 til styrktar bættum aðbúnaði á geðdeildum Landspítala. Þær eru alls eru þrettán talsins.
Einar Már Guðmundsson rithöfundur og höfundur hinnar alþekktu bókar Englar alheimsins, sem byggir að hluta á ævi bróður hans, er verndari söfnunarinnar í ár. Hann tók á móti fyrsta brospinnanum úr hendi Sylviane Lecoultre, formanns Brospinna – áhugahóps um bættan aðbúnað á geðdeildum Landspítala.
Brospinninn er framtak starfsfólks geðsviðs Landspítala sem sér sjálft um að selja hann til styrktar skjólstæðingum sínum á sölustöðum víða á höfuðborgarsvæðinu en hann er einnig í netsölu á öllum helstu vefmiðlum landsins – og fæst þá sendur heim.
Hugmyndin að brospinnanum var og er að gleðja. Fyrir þremur árum var starfsmaður á geðdeild að reyna létta lund sjúklings sem átti erfitt og teiknaði, klippti og límdi broskarl á tunguspaða sem hann notaði sem pinna og skildi eftir á náttborði sjúklingsins. Þannig kviknaði hugmyndin að brospinnanum og stofnað var félagið Brospinnar – áhugahópur um bættan aðbúnað á geðdeildum Landspítala.
,,Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt og með því að veifa brospinnanum framan í heiminn er ekki ólíklegt að heimurinn brosi til þín – um leið og þú styrkir þarft málefni,“ segir í tilkynningu frá áhugahópnum.