Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gangsett nýtt tæki til augnlækninga 25. september 2012 sem Lions á Íslandi gaf Landspítala. Tækið er ætlað til aðgerða innarlega í auganu svo sem í glerhlaupi og til sjónhimnuaðgerða, til dæmis við sjónhimnulos. Það verður einnig notað vegna sykursýkisskemmda í augnbotni og slysa.
Félagar í Lionshreyfingunni um allt land söfnuðu 10 milljónum króna til tækjakaupanna og fengu 10 milljóna styrk frá Alþjóða hjálparsjóði Lionshreyfingarinnar. Kristinn Kristjánsson, fjölumdæmisstjóri Lions, afhenti Birni Zoëga, forstjóra Landspítala, tækið við athöfn á skurðdeild augnlækningadeildar við Hringbraut.