Flugslysaæfing 6. október, kl. 14:01
Flugslys á Reykjavíkurflugvelli.
Tæplega 70 sjúklingar hafa verið fluttir á Landspítala af þeim tæplega 100 sem slösuðust. Margir eru mikið slasaðir. Öll gjörgæslurými eru fullnýtt í Fossvogi og verið að fara með sjúklinga á gjörgæslu við Hringbraut.
Vegna fjölda slasaðra er þörf á miklu blóði. Blóðbankinn hefur ekki nógu mikið blóð og því hafa verið gerðar ráðstafanir til að fá blóð frá Norðurlöndunum.
Allar skurðstofur í Fossvogi og við Hringbraut hafa verið virkjaðar.
Lesið viðbragðsáætlun LSH. Spítalinn er á viðbúnaðarstigi.
ATH. Um æfingu er að ræða.