Landspítali tók þátt í umfangsmikilli flugslysaæfingu laugardaginn 6. október 2012 sem almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Isavia stóðu fyrir. Gert var ráð fyrir því að flugvél hefði brotlent á Reykjavíkurflugvelli með um 100 manns innanborðs. Flestir slasaðra voru fluttir á Landspítala, aðallega á bráðamóttökuna í Fossvogi en einnig að Hringbraut og á Grensás. Slasaðir voru einnig fluttir á önnur sjúkrahús á suðvesturhorni landsins. Gjörgæslurými spítalans voru fullnýtt bæði í Fossvogi og við Hringbraut, svo og skurðstofurými. Í heild réð Landspítali vel við álagið.
Með þessari æfingu var Landspítala í fyrsta sinn að láta reyna á nýendurskoðaða viðbragðsáætlun LSH. Æfingin gekk í heild vel en eins og búast mátti við komu fram ýmis atriði sem þarf að endurbæta í viðbrögðum spítalans við stórslysm. Til þess verður gögnum um æfinguna nú safnað saman og unnið úr þeim.