Á Vísindavöku 2012 kynna rannsakendur á Landspítala 18 veggspjöld um margvísleg efni og halda örfyrirlestra. Af viðfangsefnum má nefna rannsóknir á svefnvandamálum, hjartasjúkdómum, fæðuvali, lyfjaeitrunum, heilahimnubólgu barna og fullorðinna, taugaörvun í fingrum, dánarlíkum ekkla, ónæmi og ónæmissvörunum.
Vísindavakan verður í Háskólabíói föstudaginn 28. september kl. 16:00 til 22:00. Allir eru velkomnir, börn sem fullorðnir. Þúsundir hafa sótt þennan árlega viðburð en vísindavakan er alltaf haldin síðasta föstudag í september.
Örfyrirlestrar:
- Hvernig má uppræta kransæðasjúkdóma á Íslandi? Karl Andersen
- Svefnvandamál barna. Arna Skúladóttir
Veggspjöld:
Kynning á vísindavirkni starfsmanna Landspítala
Starfsemisupplýsingar
Heilahimnubólgur í fullorðnum og börnum (2 veggspjöld)
Sálfræðileg meðferð fyrir fullorðna með athyglisbrest og ofvirkni
Dánarhlutfall íslenskra ekkla og samanburðarhóps: 6-9 ára skoðun.
Fæðuvenjur og fylgni við blóðþrýsting meðal eldri Íslendinga
Eingöngu brjóstamjólk í fjóra eða sex mánuði: slembiröðuð íhlutandi rannsókn
Lyfjaeitranir og aðrar eitranir í börnum
Neysla lýsis tengist lægri tíðni á fæðuofnæmi hjá íslenskum börnum til tveggja ára aldurs
Svefnleysi meðal kæfisvefnssjúklinga fyrir og eftir meðferð með svefnöndunartæki
Hvernig má uppræta kransæðasjúkdóm á Íslandi?
Ónæmisfræði þrjú veggspjöld (3 veggspjöld)
Fingraörvun
Hvernig má uppræta kransæðasjúkdóm á Íslandi? (líka örfyrirlestur)
Svefnvandamál barna Arna Skúladóttir (líka örfyrirlestur)