"Samhliða innleiðingu kerfisins hafa vinnuferlar verið endurskoðaðir enda getur ekkert tölvukerfi komið í stað vandaðra vinnubragða. Þetta hefur allt kostað mikla vinnu og stundum hefur okkur þótt við þurfa að bíða lengi eftir endurbótum og séraðlögunum. Það verður samt að segjast eins og er að við höfum nú miklu betri yfirsýn yfir okkar fjármál en áður, getum rakið allan aðgang og aðgerðir í kerfinu og uppgjör ganga hraðar."
Forstjóri Landspítala fjallar í föstudagspistli sínum um notkun Oracle (Orra) kerfisins á Landspítala.