Þann 18. september var dagdeild líknardeildar opnuð í nýjum húsakynnum. Hún er opin tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga. Fimm daga deild líknardeildar var opnuð viku síðar eða 24. september. Sjúkrarúm, sem hafa verið í pöntun frá í vor, eru að koma til landsins og verða sett upp á deildinni í byrjun næstu viku. Um svipað leyti verður einnig settur upp lyftari í loft einnar sjúkrastofunnar og eftir það verður hægt að opna þau fjögurra 7 daga legurúm sem eftir eru auk bráðarúms. Full starfsemi á líknareiningunni í Kópavogi verður að öllu óbreyttu komin í gagnið um miðjan október.
Oddfellowreglan á Íslandi hefur enn einu sinn sýnt stuðning sinn í verki við starfsemi líknardeildarinnar með því að kosta og vinna við breytingar og stækkun húsnæðis deildarinnar. Fyrir 15 árum gerði Oddfellowreglan Landspítala kleift að opna líknardeildina í Kópavogi sem var vígð 1999. Reglan stóð einnig fyrir byggingu kapellu við deildina árið 2003 og 2007 kostaði breytingar á húsnæði fyrir fimm daga deild og dag- og göngudeild.
Hálftíma fyrir opnunina 18. september var að íslenskum sið verið að reka síðustu naglana og þrífa gólf í hinum nýja húsnæði. Næsta vika fór því í það að fullgera verkið og þrífa deildina enda komu hátt í 400 manns að skoða húsnæðið, bæði við opnunina og sunnudaginn 9. september en þá var opið hús fyrir Oddfellowfélaga og starfsmenn Landspítala.
Mynd: Valgerður Sigurðardóttir, yfirlæknir líknardeildarinnar í Kópavogi, þegar viðbótarhúsnæði deildarinnar var tekið í notkun 7. september 2012.