"Sýkingar og pestir - hvað er til ráða?" er yfirskrift vísindakaffis Rannís
mánudaginn 24. september 2012 í Súfistanum á efri hæð bókabúðar Máls og
menningar á Laugavegi. Kaffið byrjar kl. 20:00 og stendur til
21:30.
-Sigurður Guðmundsson læknir, sérfræðingur í smitsjúkdómum og
prófessor við læknadeild HÍ og Þórólfur Guðnason barnalæknir, sérfræðingur í
smitsjúkdómum barna, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins
Smitsjúkdómar eru algengustu sjúkdómar sem manninn hrjá. Flestir eru saklausir og batna fljótt án meðferðar, en aðrir eru erfiðari og hættulegri, og geta jafnvel dregið hraustan mann til dauaða á fáeinum klukkustundum. Rætt verður um helstu orsakir sýkinga, muninn á bakteríum, veirum og sveppum, algengustu sýkingar, og einkenni alvarlegra sýkinga sem rétt er að fólk kannist við. Einkum verður fjallað um varnir gegn sýkingum, hvað getur fólk gert til að forðast þær í daglegu lífi, mikilvægi bólusetninga, hvað ferðamenn til fjarlægra landa eiga helst að varast. Jafnframt verður talað um rannsókn á sýkingum á dagheimilum sem verið er að gera hérlendis.
Örfyrirlestrar í Háskólabíói
Á Vísindavöku 2012
föstudaginn 28. september í Háskólabíói verða kynntar niðurstöður ýmissa
rannsókna starfsmanna Landspítala. Tveir starfsmenn spítalans verða meðal
þeirra sem flytja örfyrirlestra þar.
-Karl Andersen: Hvernig má uppræta
kransæðasjúkdóm á Íslandi?
-Arna Skúladóttir: Hvers vegna vakna sum börn á
næturnar en önnur ekki?