Á Vísindavöku 2012 munu um 70 sýnendur kynna sig og rannsóknir sínar. Vísinda- og fræðimenn verða á staðnum til að segja gestum frá viðfangsefnum sínum.
Þessi viðburður er samtímis um alla Evrópu síðasta föstudag í september ár hvert. Rannís stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi. Þar á öll fjölskyldan að geta fundið eitthvað við sitt hæfi því þessi kynning á vísindastarfi er ætluð almenningi.
Landspítali hefur í mörg ár tekið þátt í Vísindavöku og gerir það líka nú.
Vísindamiðlunarverðlaun
Rannís óskar eftir tilnefningum til vísindamiðlunarverðlauna Vísindavöku 2012. Tilnefningar berist í síðasta lagi 18. september. Viðurkenning fyrir vísindamiðlun er veitt einstaklingi, stofnun, fyrirtæki, samtökum eða verkefni sem þykir hafa staðið ötullega að því að miðla vísindum og fræðum til almennings á áhugaverðan hátt. Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness hlaut viðurkenninguna á síðustu Vísindavöku. Nánar hér