Karítas Diðriksdóttir og Ólafur Höskuldsson, ung hjón sem giftu sig 7. júlí 2012, ákváðu að gjafir til þeirra rynnu í sjóð til styrktar starfsemi Barnaspítala Hringsins. Þau höfðu áhuga á að gefa tæki eða búnað sem kæmi sér vel og óskuðu eftir hugmyndum frá starfsfólki Barnaspítalans. Hjónin komu svo færandi hendi föstudaginn 7. september og gáfu andvirði tækjabúnaðar, ríflega eina milljón króna.
Tæki sem urðu fyrir valinu
- Húðmælir til að meta gulu hjá nýburum án þess að taka þurfi úr þeim blóð
- Fjórar brjóstamjólkurdælur fyrir mæður veikra nýbura og fyrirbura sem ekki geta tekið brjóst
- Tæki til augn- og eyrnaskoðunar á nýburum
- Tæki með ljósgjafa til að finna æðar í litlum börnum sem auðveldar ísetningu æðaleggja.