Draumalandið, bók Örnu Skúladóttur, sérfræðings í barnahjúkrun, er komin út á ensku hjá Carroll og Brown í Bretlandi. Bókin er um svefn og svefnvenjur barna frá fæðingu til tveggja ára aldurs og var fyrst gefin út á íslensku 2006. Á ensku heitir bókin „Sweet dreams“ og hefur verið bætt í hana þremur köflum frá íslensku útgáfunni; um lífeðlisfræði svefns, vöggudauða og einstæða foreldra. Bókin kemur út fyrir bandarískan markað í haust og einnig í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Samið hefur verið um útgáfu bókarinnar í Kanada, Hollandi, Frakklandi, Þýskalandi, Póllandi og Kína. Arna segir í viðtali við Fréttatímann þann 10. ágúst 2012 að í bókinni sé fjallað heildrænt um þroska, daglegt líf, líðan barna og foreldra, nætursvefn og daglúra. Byggir bókin m.a. á rannsóknum Örnu á þessu sviði og reynslu hennar af göngudeild Barnaspítala Hringsins þar sem hún sinnir árlega mörg hundruð börnum og foreldrum þeirra.
Draumalandið um svefn og svefnvenjur barna komin út á ensku
Draumalandið komin út á ensku og væntanleg á fleiri tungumálum.