Sjálfseignarstofnun St. Jósefsspítala auglýsir lausa til umsókna tvo þriggja ára styrki til doktorsnáms við Háskóla Íslands tengda Rannsóknarstofu Landspítala og Háskóla Íslands í Öldrunarfræðum (RHLÖ). Styrkirnir einskorðast við doktorsnema við Háskóla Íslands og úrvinnslu gagna öldrunarrannsóknar Hjartaverndar (AGES-RS I og II) og gögn sem tengja mætti þeirri rannsókn. Doktorsneminn fær starfsaðstöðu við Rannsóknarstofu Landspítala og Háskóla Íslands í öldrunarfræðum (RHLÖ) að Ægisgötu 26 og skal vinna rannsóknina þar. Auk styrksins, sem tekur mið af taxta RANNÍS fyrir doktorsnema á hverjum tíma, veitir rannsóknarstofan sérstakan stuðning við tölfræðilega úrvinnslu.
Umsóknarfrestur rennur út 31. janúar 2013.
Frekari upplýsingar veitir Pálmi V. Jónsson, prófessor, formaður stjórnar Sjálfseignarstofnunar St. Jósefsspítala, sími 543 9410, netfang: palmivj@landspitali.is og skal rannsóknaráætlun send til hans.