Kristján var meðal þeirra sem flutti erindi um verkefni sitt og samstarfsmanna sinna. Það snýr að skurðaðgerðum við lungnakrabbameini hjá öldruðum en góður árangur í slíkum aðgerðum hér á landi hefur vakið athygli. Við mat á erindunum var bæði horft til vísindalegs innihalds og flutnings.
Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingur hlýtur þessi verðlaun en Kristján hefur unnið að rannsókninni síðustu tvö ár ásamt Andra Wilberg Orrasyni læknanema. Leiðbeinandi þeirra er Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspitala og prófessor við læknadeild, sem stýrir rannsókninni í samvinnu við hóp lækna á Landspítala.
Mynd: Læknanemarnir Kristján Baldvinsson (t.v.) og Andri Wilberg Orrason (t.h.) ásamt formanni dómnefndar, Dan Linblom frá Karolínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi.