Samtök um endómetríósu (leguslímuflakk) standa fyrir ráðstefnu í Reykjavík laugardaginn 15. september 2012. Ráðstefnan verður í Hörpu og er öllum opin.
Í fyrirlestrum verður meðal annars fjallað um helstu einkenni endómetríósu, orsakir, meðferðir, algengi og nýgengi endómetríósu á Íslandi og hvenær inngrip og skurðaðgerðir séu réttlætanlegar. Einnig verður fjallað um mögulega fylgikvilla sjúkdómsins og tengd efni eins og ófrjósemi, ónæmisgalla og kvíða tengdan ófrjósemi og verkjum. Fjallað verður um náttúrulækningar sem leið til betri heilsu og áhrif næringar á framvindu sjúkdómsins.
Sjá ráðstefnudagskrá á vef samtakanna www.endo.is