Martin Berkofsky píanóleikari fór á kostum á fyrri tónleikum sínum á Landspítala sem voru í Fossvogi 24. maí 2012. Seinni tónleikarnir verða föstudaginn 25. maí í K-byggingunni við Hringbraut. Berkofsky leikur um það bil hálfa klukkustund verk eftir Franz Liszt og í Fossvogi lauk hann tónleikunum með úrvalsflutningi á íslenska þjóðsöngnum. Tónleikana heldur Berkofsky í þakklætisskyni fyrir þjónustu spítalans en hann hefur gert nokkuð af því erlendis að leika á sjúkrahúsum.
Martin Berkofsky berst af miklum hetjuskap við krabbamein og lætur það ekki aftra sér að takast á við perlur píanóbókmenntanna og leyfa sem flestum að njóta. Hann byrjaði daginn á því að hlaupa 10 kílómetra, eins og hann gerir jafnan, og æfir sig síðan á hljóðfæri sitt margar klukkustundir á dag.
Föstudagur 25. maí
Martin Berkofsky í anddyri K-byggingar við Hringbraut kl. 13:00. Tónleikarnir eru ókeypis og allir velkomnir.
Skylt efni: Martin Berkofsky í Hörpu til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands 26. maí