Blóðlækningadeild 11G á Landspítala fékk vorið 2012 viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsumhverfi hjúkrunar- og sjúkraliðanema. Kristjana S. Guðbergsdóttir deildarstjóri tók við viðurkenningunni fyrir hönd deildarinnar. Þetta er annað skiptið sem slík viðurkenning er veitt en árið 2011 fékk krabbameinslækningadeild 11E hana. Blóðlækningadeildin fékk einnig kennsluviðurkenningu læknakandídata í desember 2011.
Menntadeild gerir reglulega kannanir á ánægju nemenda með klínískt nám á spítalanum. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar á 11G vanda mjög móttöku nemenda og hafa kannanirnar m.a. sýnt að starfsfólk taki vel á móti nemendum, þeir fái námstækifæri við hæfi, að námstíminn þar sé mjög lærdómsríkur og að nemum líði vel á námstímanum.
Mynd: Kristjana S. Guðbergsdóttur deildarstjóri, Sólhildur Svava Ottesen hjúkrunarfræðingur og Jakobína Eygló Benediktsdóttir sjúkraliði en þær bera hitann og þungann af skipulagningu kennslu á deildinni.