Jakob Jóhannsson hefur verið ráðinn yfirlæknir geislameðferðar krabbameina á Landspítala frá 1. maí 2012.
Jakob útskrifaðist frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1989. Hann stundaði framhaldsnám í krabbameinslækningum á Herlev sjúkrahúsinu í Danmörku frá 1992 til 1998. Árið 2008 lauk Jakob meistaranámi í heilsuhagfræði með áherslu á stjórnun frá hagfræðideild Háskóla Íslands. Lokaritgerð hans fjallaði um kostnaðarvirknigreiningu á bólusetningu gegn leghálskrabbameini á Íslandi. Hann hefur starfað sem sérfræðilæknir á Landspítala samfellt frá 1998.