Frá Blóðbankanum:
Blóðbankinn er að hætta að senda út prentuð rannsóknarsvör til lækna og deilda innan Landspítala. Síðustu útsendu svör fara föstudaginn 11. maí 2012. Eftir þann tíma verða rannsóknarsvör einungis tiltæk sem rafræn svör. Starfsmenn með tilhlýðilega heimild geta nú nálgast rannsóknarsvör í Interinfo kerfinu og í Heilsugátt eins og lýst er hér að neðan.
1. INTERINFO-kerfi Blóðbankans
Í sjúkraskrárkerfunum SÖGU og ORBIT er hægt að opna aðgang að INTERINFO-kerfi Blóðbankans. Þar eru á einum stað geymdar allar upplýsingar um viðkomandi sjúkling s.s.
- Rannsóknarsvör
- Yfirlit yfir rauðkornamótefni séu þau til staðar
- Tekið er fram hvort BAS próf sé í gildi
- Yfirlit yfir frátekna blóðhluta
- Yfirlit yfir inngefna blóðhluta
- Möguleiki að skrá með rafrænum hætti þegar blóðhluti er gefinn
- Skráning á aukaverkunum blóðinngjafar
Þetta kerfi eykur yfirsýn lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna um hvaðeina er varðar þjónustu Blóðbankans. Jafnframt tryggir það nauðsynlegan rekjanleika þar sem starfsmenn skulu nú skrá inngjöf blóðhluta í kerfið. Í Interinfo-kerfinu er ekki mögulegt að sjá niðurstöður blóðflokkunar úr naflastreng nýbura, þar sem þau eru ekki tengd kennitölu.
2. HEILSUGÁTT
Þar birtast tilkynningar um niðurstöður rannsókna sem læknir hefur pantað. Mögulegt er að leita að niðurstöðum tiltekins sjúklings (skrá kennitölu).
Vakin er athygli á eftirfarandi nýjungum í Heilsugátt LSH:
- Neðst í svari er hnappur til að prenta út nýja pöntun á blóðhluta
- Hægt er að skoða niðurstöður blóðflokkunar á blóðsýni úr naflastreng nýbura til að ákvarða þörf á gjöf anti-Rh(D) immunoglóbulíns fyrir Rh(D) neikvæðar mæður. Skrá skal kennitölu móður og finnið niðurstöðu naflastrengsflokkunar undir hnappnum "Nýburaflokkun"
Þessi kerfi eru ennþá ekki aðgengileg læknum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum utan LSH. Blóðbankinn mun því halda áfram að senda út prentuð rannsóknarsvör til annarra heilbrigðisstofnana og lækna utan LSH.
Hægt er að panta prentuð rannsóknasvör í síma 543 5507 sé þess sérstaklega óskað.