Öryggi sjúklinga er meginþema ársfundar Landspítala 2012 sem verður þriðjudaginn 24. apríl 2012, kl. 14:00-16:00, í Salnum í Kópavogi.
Ávarp forstjóra Landspítala.
Ársreikningur LSH skýrður.
Afhending styrks úr Styrktar- og verðlaunasjóði Bent Scheving Thorsteinsson.
Starfsmenn heiðraðir.
- Vakin er athygli á Vísindum á vordögum sem hefjast miðvikudaginn 25. apríl, kl. 11:30, með opnun veggspjaldasýningar í K-byggingu en kl. 13:00 hefst vísindadagskrá í Hringsal með fyrirlestrum vísindamanna og styrkveitingum úr Vísindasjóði LSH. Kynntur verður heiðursvísindamaður ársins á Landspítala og ungur vísindamaður ársins.
Allir eru velkomnir á ársfund Landspítala og Vísindi á vordögum.