Dóra Halldórsdóttur hefur verið ráðin deildarstjóri líknardeildar Landspítala í Kópavogi.
Dóra úrskrifaðist sem ljósmóðir frá Ljósmæðraskóla Íslands 1978 og með BSc próf í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 1982. Dóra hefur langan starfsaldur sem hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir en hefur starfað við líknarhjúkrun frá árinu 1989 og sem deildarstjóri líknardeildarinnar í Kópavogi frá árinu 2005. Samhliða starfi sínu hefur hún haldið fyrirlestra um líknarmeðferð fyrir fagfólk, sjúklingahópa og almenning.