Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr Styrktar- og verðlaunasjóði Bent Scheving Thorsteinsson. Sjóðurinn var stofnaður með framlagi Bent Scheving Thorsteinsson 4. júlí 2007. Úthlutað verður úr sjóðnum á ársfundi Landspítala 24. apríl 2012.
Markmið og hlutverk sjóðsins
er að veita styrki og verðlaun fyrir vísindaleg afrek, rannsóknir, ritgerðir og skylda starfsemi
á sviði hjartalækninga og hjarta- og lungnaskurðlækninga.
Hægt er að sækja um styrki til tækjakaupa á sama sviði.
Umsóknarfrestur rennur út 10. apríl 2012.
Umsóknum skal skila á skrifstofu forstjóra, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík.
Umsóknareyðublað - smellið hér.
Skylt efni:
Styrktar- og verðlaunasjóður Bent Scheving Thorsteinsson