Helgi Benediktsson hjúkrunarfræðingur hefur tekið tímabundið við starfi hjúkrunardeildarstjóra Heimahlynningar frá 1. mars 2012.
Helgi útskrifaðist frá Hjúkrunarskóla Íslands 1977 og lauk framhaldsnámi í gjörgæsluhjúkrun við Nýja Hjúkrunarskólann 1983. Hann starfaði á gjörgæsludeildum Landspitalans um 10 ára skeið en hefur unnið óslitið við heimahlynningu frá 1993, fyrst hjá Heimahlynningu KÍ og síðan í Heimahlynningu LSH og tók hann tók þátt í flutningi Heimahlynningar frá Krabbameinsfélaginu yfir til Landspítala. Helgi hefur verið staðgengill deildarstjóra frá 2006.
Sigrún Lillie Magnúsdóttir, fráfarandi deildarstjóri, hóf störf sem forstöðumaður Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins frá 1. mars 2012.