Gengið hefur verið frá ráðningu Önnu Sigríðar Vernharðsdóttur í stöðu deildarstjóra/yfirljósmóður fæðingardeildar 23A á Landspítala. Anna Sigríður tekur við af Guðrúnu Eggertsdóttur sem lætur af störfum 1. júní 2012.
Anna Sigríður úrskrifaðist með BSc próf í hjúkrunarfræði 1996 og embættispróf í ljósmóðurfræði 2003. Árið 2008 lauk hún M.Sc prófi frá University of Sheffield í ljósmóðurfræði. Anna Sigríður hefur unnið á fæðingardeild frá árinu 2003 en samhliða starfi sínu þar hefur hún sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands auk ýmissa starfa í þágu ljósmóðurfræðinnar. Anna Sigríður hefur átt þátt í að innleiða ýmsar nýjungar á deildinni og hefur sinnt kennslu í bráðahjálp við fæðingar innan og utan spítalans. Nýlega lauk hún sérfræðistarfsnámi auk þess að hafa hlotið viðurkenningu um akademískt hæfi með nafnbótinni klínískur lektor.