Hrund Scheving Thorsteinsson gegnir starfi framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítala í einn mánuð frá 1. mars 2012 að telja. Nú um mánaðamótin lætur Anna Stefánsdóttir af því starfi.
Hrund er hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri menntadeildar á vísinda-, mennta- og nýsköpunarsviði spítalans. Hún hefur gegnt ýmsum stjórnunar- og þróunarstörfum tengdum hjúkrun á Landspítala undanfarin ár og auk þess kennslu við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.
Umsóknarfresti um starf framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítala lauk í janúar 2012. Umsækjendur voru 5 og er verið að vinna úr umsóknunum. Hrund Scheving er ekki meðal umsækjendanna.