Hjúkrunardeild L2 var opnuð á Landakoti 6. febrúar 2012. Eftir tvær vikur verða þar komin í notkun 18-20 rúm.
Hjúkrunardeildin er ætluð sjúklingum sem lokið hafa meðferð og endurhæfingu á spítalanum, eru með gilt vistunarmat og bíða varanlegrar vistunar á hjúkrunarheimili.
Deildarstjóri er Ingibjörg Tómasdóttir og Pálmi V. Jónsson er yfirlæknir öldrunarlækninga.
- Miðstöð um skilvirkt flæði og stjórnendur deildarinnar hafa unnið gátlista um hvað þarf að undirbúa áður sjúklingar flytjast á deildina.
- Til sjúklinga og aðstandenda um bið á Landspítala eftir flutningi á hjúkrunarheimili.